Léttum Björk lífið

Björk Andersen greindist með brjóstakrabbamein í feb.2006.  Í mars sama ár var vinstra brjóstið fjarlægt og eitlar undir hendi. Við tóku nokkrir mánuðir í lyfjameðferð og eftir það mánuður í geislameðferð.  Meðferðin reyndist Björk erfið og vegna mikilla aukaverkana, blóðtappa og sýkingar í lungum, lá hún meira og minna á spítala út árið 2006. Þol hennar var lítið og ónæmið jókst.

Árið 2007 var hún sett á hormónabælandi krabbameinslyf sem áttu að koma í veg fyrir endurkomu krabbameinsins. Á þeim lyfjum var hún enn í desember 2008 þegar krabbamein greinist í hægra brjósti. Hún fór aftur í aðgerð janúar 2009 og fimm æxli fjarlægð með hægra brjóstinu og eitlar undir hendi sem tengjast sogæðakerfinu. Eftir fylgdi lyfjameðferð.

Við frekari rannsóknir komu í ljós meinvörp í beinum. Sennilegt þykir að þau hafi þegar verið til staðar árið 2006, en ekki verið lesin rétt á myndum. Síðasta mánuð hafa ný meinvörp fundist og þau sem fyrir voru hafa stækkað.

Í dag er Björk í geislameðferð þar sem gerð er tilraun til að hefta vöxt krabbameinsins og halda því í skefjum. Vegna mikilla verkja er Björk á stórum skömmtum morfíns og stera. Hún fær kvíðastillandi lyf til að hjálpa sér gegnum daginn og svefnlyf fyrir nóttina.

Björk hefur verið virkur meðlimur AA samtakanna til fjölda ára og hefur leitt þar fundi, nú síðast talaði hún á afmælisfundi samtakanna í Laugardagshöllinni. Hún þekkir mikilvægi þess að leita sér aðstoðar og er bæði í sálgæslu hjá prestinum sínum og leitar reglulega til sálfræðings.

Við sem þekkjum Björk og stöndum henni næst virðum það hversu stolt og sterk hún er. Björk töffari. En við vitum líka hversu erfið fjárhagsstaða hennar er eftir áralanga baráttu við krabbameinið. Ekki bætti það stöðuna þegar sambýlismanni hennar var sagt upp í vinnu vegna niðurskurðar.

Við höfum því fengið Björk til að samþykkja fjársöfnun henni til handar. Okkur þykir mikilvægt að reyna að létta af henni fjárhagsáhyggjum svo hún geti einbeitt sér að baráttunni við krabbameinið. Það er okkar einlæg von að létta megi Björk lífið. Þannig aukast líkur á að hún sigri þessa lotu.

Við trúum því að margt smátt geri stórt og biðlum til ykkar að leggja inná bankareikning sjóðsins.  Gerum það fyrir Björk.

Reikningsnúmerið er 0311-13-685

Kennitala: 060762-5119


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært framtak hjá ykkur vinir hennar Bjarkar. Því miður kann ég ekki að deila þessari síðu en gæti reynt að fá hjálp við það á morgun og þá er ég að meina á fésbókinni. Guð blessi ykkur. Kv.Erna E.

Erna E (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 01:38

2 identicon

Frábært framtak hjá ykkur..ég hef verið svo lánsöm að fá að þekkja Björk í nokkuð mörg ár og það eru orð að sönnu að hún er hetja og töffari..mun sýna stuðning og veit henni og fjölskyldu hennar styrk...

Guð blessi ykkur fyrir þetta framtak...

Og elsku Björk mín þú er hetja og bið góðan guð að gefa þér styrk á hverjum degi...

Kær kveðja.Laufey Karls..

S Laufey Karlsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 09:15

3 Smámynd: Ragnheiður

ég setti slóðina inn á mína síðu og vona að það skili sér í framlögum, ég veit að það skilar allaveganna afar kærleiksríkum hugsunum. Mínir bloggvinir alveg annálað gæðafólk.

Með kærleikskveðju

Ragnheiður , 16.5.2009 kl. 14:20

4 identicon

Ég sá linkinn á þessa síðu á blogginu hjá Ragnheiði og langar að segja hversu lofsvert mér finnst þetta framtak hjá ykkur, vinum hennar Bjarkar. Ég vissi ekki að hún væri orðin svona veik af krabbameininu.

Við Björk vorum að vinna saman á Kópavogshæli fyrir nokkrum árum síðan og svo rambaði ég inn á bloggsíðuna hennar fyrir nokkru og fylgdist aðeins með henni þar, en hef ekki kíkt þar svolítið lengi.

Það hryggir mig óendanlega að lesa að hún sé orðin svona langt leidd og mikið veik af sínum sjúkdómi. Ég bið góðan Guð og allar góðar vættir að vaka yfir henni og vernda hana og blessa.

Ég millifærði smá upphæð og vona að eitthvað safnist, til að hún og hennar aðstandendur þurfi ekki að eiga erfitt vegna fjárhagsáhyggna, nóg er nú samt.

Kær kveðja og hlýtt knús til Bjarkar

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 14:43

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hlýjar kveðjur. 

Anna Einarsdóttir, 18.5.2009 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband